Verslanir

Nokkrir verslunarkjarnar (moll) eru á svæðinu eru þau eins misjöfn og þau eru mörg þannig að við setjum við inn linka þannig að hægt er að skoða hvað verslanir eru þar. Einnig er hægt að finna fínar matvöru verslanir og stórmarkaði á svæðinu. Eins setjum við þá veitingastaði sem við getum mælt með og ef þið ágætu lesendur hafið reynslu af einhverjum veitingastað þá megið þið endilega senda okkur þá.
Eins allar ábendingar um það sem betur má fara og bæta við þá má senda okkur póst á spanarsol@spanarsol.is

Zenia Boulevard - La Zenia

Þar er að finna allar helstu verslanir svo sem stóra Primark, H&M, C&A, Zöru, Blanco, Massimo Dutti, Strativarius, Berskha, Guess, Benetton, Jack and Jones, Mango og Pull and Bear svo nokkar séu nefndar. Einnig eru þar fjöldin allur af veitingastöðum og stórt Casino. Hérna er listi yfir verslanir sem eru í Zenia Boulevard
Moll

Habaneras - Torrevieja

Er glæsileg verslunarmiðstöð, þar eru allar þekktustu verslanirnar, svo sem H&M, Zara, Jack and Jones, Berskha, C&A svo nokkrar séu nefndar. Mikill fjöldi veitingastaða er við hliðina á Habaneras og þar eru einnig stór keilu- og leiktækjasalur og bíósalir, þannig að allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. hérna er listi yfir verslanir sem eru í Habaneras
Moll

Dos Mares - San Javier

Þar er einnig fjöldi þekktra verslana og veitingastaða, bíósalir og leiktækjasalur þar sem sérstaklega er gaman að fara með yngstu kynslóðina. Í Dos Mares er stórmarkaðurinn Eroski, þar sem er að finna ótrúlegt vöruúrval á mjög góðu verði. Hérna er listi yfir verslanir sem eru í Dos Mares skoða
Moll

Espacio Mediterraneo - Cartagena

Verslunarmiðstöðin er einkar glæsileg þar sem hægt er að finna allar þekktustu verslanirnar. Hérna er listi yfir verslanir sem eru í Espacio Mediterraneo skoða
Moll

Alicante eru margar verslunarmiðstöðvar með fjölmörgum verslunum og veitingastöðum og má þar m.a. nefna El Corte Ingles, Gran Via og Plazamar 2. Skammt norðan við Alicante, um 60 mín. er NIKE Factory Store þar sem er að finna mikið úrval af NIKE-vörum á einstaklega góðu verði og er hægt að mæla með að fólk gefi sér tíma til að fara þangað. einnig er þetta frábæra outlet moll þarna á svæðinu

Mercadona

Er stór og mikil matvöruverslun með mikið framboð af matvörum. Mjög góð Mercadona verslun er í ca. 5 mín akstursfjarlægð frá húsinu okkar, þar er gott að versla í matinn og mikið vöruúrval. Gott bakarí, ferskt fiskiborð og kjötborð.
Matvörur

ALDI

Er Þýsk verslunarkeðja sem er á nokkrum stöðum á Costa Blanca svæðinu. Þessi verslun á sér engan líka hér heima en þar sem unnt er að kaupa matvörur, fatnað, heimilistæki ofl. á mjög góðu verði. Í hverfinu okkar er mjög fín Aldi verslun í göngufæri við húsin. Þar er hægt að versla mjög ódýrt í matinn og einnig eru mjög oft tilboð á ýmsum varningi. Fyrir utan ALDI búðina í hverfinu okkar er einnig grillvagn sem selur grillaðan kjúkling á daginn.
Matvörur

Consum

Er með góðar matvöruverslanir sem hafa mikið úrval matvöru og ferskvöru en einnig dýrindis kjöt- og fiskiborð. Sumarið 2013 var opnuð NÝ Consum verslun í Cabo Roig. Hún er við N-332 til móts við apótekið þegar komið er niður úr hverfinu okkar að verslunargötunni í Cabo Roig. Önnur Consum verslun er við hringtorgið hjá La Zenia, þar fyrir utan er líka grillvagn sem selur mjög góðan grillaðan kjúkling á daginn.
Matvörur

Carrefour

Er stór frönsk verslunar keðja svipuð og Hagkaup nema stærri í sniðum en þær bjóða ekki einvörðungu upp á matvörur heldur einnig fatnað, raftæki, garðvörur ofl. á góðu verði.  2 Carrefour verslanir eru nálægt okkur, minni búðin er rétt við Gokart brautina hjá N-332 en stóra Carrefour verslunin sem er við Habaneras er með skemmtilegri verslunum af þessu tagi sem hægt er að heimsækja, úrvalið er endalaust.  Þarna er í raun hægt að fá allt sem mann vantar til að elda góðan mat og mikið vöruúrval.
Stórmarkaður

Al Campo

Er Spænsk matvörukeðja og er nýbúið að opna mjög stóra slíka búð í La Zenia mallinu.  Þarna er bókstaflega allt til allt frá matvöru til bíldekkja. Skemmtileg búð og gott vöruúrval. Best er að keyra inní bílastæðahúsið undir mallinu og leggja þar og þá er rúllustigi beint upp að innganginum.
Stórmkaður

MediaMarkt

Er raftækja verslun sem er staðsett í Zenia boulidard mollinu og er með mikið úrval raftækja og þar er oft hægt að gera fín kaup ein og á td símum til ískápa og allt þar á milli og er ótrúlega mikið úrval af mörgum tækjum eins og td sjónvörpum. Símum. Kaffikönnum, mýndavélum og fl.
Rafæki