Afþreying

Costa Blanca svæðið er algjör ævintýraheimur þegar kemur að skemmtigörðum og ætti engum að leiðast. Á svæðinu fyrirfinnast ýmsar tegundir skemmtigarða og jafnvel stærstu skemmtigarðar evrópu. Hér að neðan verða gerð skil á helstu skemmtigörðum á Costa Blanca svæðinu.

  • Terra Mitica: 

Terra Mitica er langstærsti skemmtigarðurinn á Costa Blanca svæðinu og er rétt fyrir ofan Benedorm. Þetta er algjör ævintýraheimur bæði fyrir unga sem aldna. Það er nauðsynlegt að heimsækja garðinn að minnsta kosti einu sinni þó það geti tekið nokkra daga að upplifa allt það sem garðurinn hefur upp á að bjóða.  Skoða

  • Terra Natura

Terra Natura er þemagarður sem er bæði á Benedorm og Murcia. Þarf gefst gestum garðsins ferðast heimshorna og heimsálfa á milli bæði í tíma og rúmi. Gestir garðsins kynnast á þessari göngu sinni öllu því helsta á hverjum stað eins og dýralífi, landsháttum, menningu eins og arkitektúr og matarvenjum. Það er bæði mikil skemmtun og góð fræðsla að heimsækja Terra Natura. Skoða

  • Rio Safari 

Rio Safari dýragarðurinn er staðsettur á Costa Banca suðursvæðinu eða miðja vegu á milli borgarinnar Elche og Santa Pola en þar geta gestir dýragarðsins gengið um og skoðað og jafnvel fóðrað dýrin. Skoða

  • Safari Aitana

Safari Aitana dýragarðurinn er staðsettur á Costa Blanca norður svæðinu eða rétt fyrir norðan Alicante. Safari Aitana dýragarðurinn er keimlíkur Rio Safari garðinum nema hvað hér er svæði þar sem unnt er að keyra á bíl í gegnum garðinn þar sem villtu dýrin halda sig. Skoða

  • Aqualandia

Aqualandia vatnagarðurinn er staðsettur rétt fyrir norðan Benidorm en hann er stærsti vatnagarður Costa Blanca svæðisins og hefur upp á heilan heim vatnaleiktækja að bjóða fyrir alla jafnt stóra sem smáa. Skoða 

  • Aquapolis

Aquapolis er staðsettur í Torrevieja og hefur upp á öll þau helstu vatnaleiktæki og brautir að bjóða sem er í stærri görðum. Góður fjölskyldugarður og smellið hér á  Aquapolis til að fá frekari upplýsingar um garðinn: Skoða 

  • Aqua Park Riojales

Aqua Park vatnagarðurinn svipar til Aquapolis vatnagarðsins en Aqua Park er staðsettur í Riojales. Það er keyrt í gegnum Ciudad Quesada og þaðan er merkingum fylgt eftir. Góður garðpur fyrir alla fjölskylduna. Skoða

  • Polar Park 

Polar Park er lítill skemmtigaður í Santa Pola rétt fyrir norðan Torrevieja. Ókeypis er í þennan ananrs skemmtilega skemmtigarð þar sem eru hoppukastalar, rennibrautir, vatnabátar, mini golf og fjöldinn annar af leiktækjum. Þarna eru einnig veitingastaðir´, ísbúðir og margt fleirra.  Skoða