Það eru eru margar frábærar strendur sem tilheyra Costa Blanca ströndinni (Hvítu ströndinni) þar er samkvæmt Alþjóða Heilbrigðisstofnuninni (WHO) eitt það besta veðurfar í allri Evrópu. og því hægt að vera á ströndunni tímum saman og njóta veðurs. munum samt eftir sólarvörninni

Oft getur það verið hin besta skemmtun að skella sér á ströndina, taka með sér nesti og drykki í kæliboxi. Þegar farið er á ströndina kemst maður ekki hjá því að hitta sölumenn sem labba um og bjóða ýmsan varning, sólgleraugu, töskur, kjóla, úr, derhúfur og ferska ávexti til sölu, það getur verið gaman að prútta og gera góð kaup – einnig hefur fólk að Asískum uppruna verið að bjóða uppá nudd fyrir 10-20€ og hefur það oft verið hin fínasta slökun. við setjum inn svona þær strendur sem við höfum skoðað og getum gefið

Punta Prima

Ströndini  er vel viðhaldið og hreinn hefur alla helstu aðstöðu sem þarf að vera, það er rólegt og skemmtilegt þarna. Sjórinn er hreinn og vatnsdýptin er yfirleitt grunn en betra er að vera  meðvitaður ef vindurinn eykst þá koma öldurnar til með að hækka í hæð sem gæti verið gefið möguleika á að smella sér á brimbrettið. Heinnig er hægt að mæla með að kíkja veistangastaðin Nautilus restaurant sem er alveg við endan á ströndinni 

La Zenia

Ein sú vinsælasta á svæðinu. Hún ca 350 metra löng, þar eru veitingastaðir og barir þar sem hægt er að kaupa hressingu langt fram á kvöld. Strendurnar við La Zenia eru  tvær staðsettar sitthvoru megin við Hótel La Zenia. Til að komast á minni ströndina Cala Capitan þarf að ganga niður töluvert af tröppum, stærri ströndin á La Zenia svæðinu Cala Bosque er með aðgengi beint frá götu. Yfir sumarmánuðina er hægt að stunda vatnasport á svæðinu. Þarna er líka hægt að leigja bekki. og svo er mjög gaman að kíkja á þessa strönd ef maður er á svæðinu á Jóladag þá er mikið fjör lifandi tónlist og allskonar fólk í búningum

Playa de la Regia

Mjög skemmtileg þar er glæsileg smábátahöfn með miklum fjölda af skútum allt árið um kring. Þarna er hægt að stunda flestar gerðir af vatnaíþróttum. Þar eru einnig veitingastaðir og strandbarir.

Guardamar

Hún er reyndar í ca. 20 mín aksturfjarlægð en er vel þess virði að heimsækja. Ströndin er mjög grunn langt út í sjó en samt getur verið nokkur öldugangur og mjög skemmtilegt að vera úti á vindsæng. Þar er hægt að leigja bekki og eru tveir bekkir með sólhlíf leigðir á 10€ yfir daginn,  Sundlaugarbar og klósett er á ströndinni. Einnig fjölmargir veitingastaðir við strandgötuna.

 

La Marina

og aðeins lengra en Guardemar er hin frábær strönd á La Marina en ca , 25 mín akstursfjarlægð er að þessari strönd. oftast er nokkuð þægilegt að finna bílastæði, Það er hægt að fá veitingar á  svæðinu á fleiri.