03183 Sol Park Calle Rosa Diez Gonzales, Torrevieja
Til leigu íbúð í nýjum og glæsilegum íbúðakomplex í Torrevieja á Spáni. Íbúðin sjálf er 73 fm. Henni fylgja stórar svalir auk 70 fm einka þaksvala og aðgangi að tveimur sameiginlegum sundlaugarsvæðum.
Í íbúðinni er pláss fyrir allt að 6 manns. Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni, eitt herbergi er með hjónarúmi og tvö herbergi með tveimur einbreiðum rúmum. Tvö baðherbergi eru í íbúðinni, hvort um sig með sturtu. Íbúðin er búin öllum helstu nauðsynjum svo sem interneti, sjónvarpi, uppþvottavél, þvottavél, örbylgju, ofni/eldavél, gasgrilli og loftkælingu. Hægt er að útvega barnarúm ef óskað er.
Íbúðinni fylgir bílastæði í læstum bílakjallara.
Göngufæri (300 m) er í næsta matvörumarkað (Mercadona) og um það bil 20 – 25 mínútna gangur í sundlaugagarðinn Aquopolis og verslunarmiðstöðina Habaneras. Einungis 10 – 15 mínútna akstur er í La Zenia Boulevard verslunarkjarnann. Einnig er stutt að fara gangandi eða akandi í náttúruperluna og friðlandið við Laguna Salada de Mata vatnið en þar eru margar fallegar gönguleiðir. Á ströndina er um 10 – 15 mínútna akstur.
Verðskrá:
Sumar – (01.05- 30.09) 600 € vikan
Vetur – (01.10 – 30.04) 500 € vikan
Jól, áramót og páskar – 600 € vikan
Íbúðin er leigð í lágmark eina viku í senn.
Staðfestingargjald er 250€ sem greiðist við bókun og er ekki endurgreitt ef hætt er við bókun. Leiga, ásamt 300€ tryggingu, þarf að greiðast að fullu amk. mánuði fyrir upphaf leigutíma. Trygging fæst endurgreidd viku eftir brottför ef allt er í lagi. Þrifagjald í reiðufé greiðist umsjónaraðila við komu og er 60€.
Leigu er einöngu hægt að bóka í gegnum umráðamann íbúðar
Facilities
- Ísskápur
- Loftkæling
- Örbylgjuofn
- Sjónvarp
- Sólarþak
- Sólbekkir
- Uppþvottavél
- Útisundlaug
- Þaksvalir
- Þvottavél
Accommodation review scores and score breakdown
Based on 1 reviews
Guest reviews are written by our customers after their stay at 03183 Sol Park Calle Rosa Diez Gonzales, Torrevieja.
- Hreinlæti
- 10
- Þægindi
- 10
- Staðsetning
- 10
- Aðstaða
- 10
- Þjónusta í Nágrenni
- 10
- Sundlaugar Aðstaða
- 10
- Aðgengi
- 10
Guest reviews
-
Olafur Rúnar
2019-05-22Virkilega flott aðstaða